Ferill 896. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1335  —  896. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um uppljóstrara.

Frá Dagbjörtu Hákonardóttur.


     1.      Hversu margir uppljóstrarar hafa starfað fyrir lögreglu á grundvelli reglugerðar nr. 516/2011 frá setningu reglugerðarinnar, sbr. 89. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008? Svar óskast óháð því hvort um fast upplýsingasamband hefur verið að ræða eður ei.
     2.      Hversu margir sakborningar eða grunaðir hafa verið viðfang slíkra aðgerða?
     3.      Hversu margir sakborningar eða grunaðir hafa verið upplýstir um slíka aðgerð eftir að henni lauk?
     4.      Hversu margir sem sætt hafa slíkum aðgerðum hafa sætt ákæru í framhaldi af þeim?
    Svör í öllum töluliðum óskast sundurliðuð eftir kyni uppljóstrara, lögreglustjóraembættum sem og þeim árum sem upplýsingasamband hófst.


Skriflegt svar óskast.